Jól í Vogafjósi - 14. desember 2024

Jól í Vogafjósi verður 14. desember næstkomandi þar sem við fáum gestakokk í heimsókn og huggulega jólatónleika.

Þær kalla sig Drottningar og heita Jónína Björt Gunnarsdóttir, Maja Eir Kristinsdóttir og Guðrún Arngrímsdóttir. Þær ætla að koma fram ásamt Ívari Helga og leiða okkur inn í jólahátíðina með sínum einstaka jólaanda, spila uppáhalds jólalögin og koma okkur í hinn eina sanna jólagír. Tónleikar hefjast kl 21:00 og það er frítt inn á þá!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er gestakokkur kvöldsins og ætlar að galdra fram jólamatseðil fyrir okkur! Borðhald hefst kl 18:30.
Kvöldverður: 13.900 kr. á mann
Gisting, kvöldverður og tónleikar: 23.900 kr. á mann

Jólamatseðill kvöldsins verður einnig kynntur síðar. Borðapantanir í síma 464-3800 eða hjá vogafjos@vogafjos.is.

Hlökkum til að sjá ykkur!