18.12.2024
Lokað 20. 12. 2024 - 24. 1. 2025
Við hlökkum til að sjá ykkur aftur þann 25. janúar 2024!
21.11.2024
Jól í Vogafjósi verður 14. desember næstkomandi þar sem við fáum gestakokk í heimsókn og huggulega jólatónleika.
Þær kalla sig Drottningar og heita Jónína Björt Gunnarsdóttir, Maja Eir Kristinsdóttir og Guðrún Arngrímsdóttir. Þær ætla að koma fram ásamt Ívari Helga og leiða okkur inn í jólahátíðina með sínum einstaka jólaanda, spila uppáhalds jólalögin og koma okkur í hinn eina sanna jólagír. Tónleikar hefjast kl 21:00 og það er frítt inn á þá!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er gestakokkur kvöldsins og ætlar að galdra fram jólamatseðil fyrir okkur! Borðhald hefst kl 18:30.
Kvöldverður: 13.900 kr. á mann
Gisting, kvöldverður og tónleikar: 23.900 kr. á mann
Jólamatseðill kvöldsins verður einnig kynntur síðar. Borðapantanir í síma 464-3800 eða hjá vogafjos@vogafjos.is.
Hlökkum til að sjá ykkur!
30.08.2024
Jazzkonurnar Sunna og Marína Ósk verða með tónleika í Vogafjósi þar sem þær munu leika ný lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör í bland við nokkrar jazzábreiður. Efnisskráin er góð blanda af hugljúfum lögum og dillandi latínsmellum.
Tónleikar hefjast kl. 21:30
Miðaverð: 3.900 kr.
Miðar verða seldir við hurð.
Frítt inn fyrir 16 ára yngri!
14.12.2023
Tónlistarfólkið okkar, þau Guðrún Gunnars, Hera Björk, Magni Ásgeirsson og Valmar Valjaots mæta í Vogafjós og koma okkur í jólaskapið!
13.12.2023
OPIÐ
16.-23. desember 2023
26.-30. desember 2023
Veitingastaðurinn er opinn frá kl. 12:00 til 20:30, eldhús lokar kl. 20:00.
16.05.2018
Vogafjós er nú stoltur meðlimur Vakans.